fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Marel selur þúsundasta Innova kerfið

28. nóvember 2013 kl. 13:24

Innova kerfið hjá Einhamri fiskvinnslu í Grindavík.

Eitt eða fleiri kerfi seld á hverjum virkum degi.

Eitt þúsund Innova hugbúnaðarkerfi Marel hafa verið seld. Sala kerfanna hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2008 þegar Innova var kynnt til sögunnar og nú er svo komið að eitt eða fleiri kerfi eru seld og sett upp á hverjum virkum degi. 

Innova er hugbúnaður Marel sem hjálpar matvælaframleiðendum að hámarka verðmæti og nýtingu hráefnisins í gegnum allt vinnsluferlið, allt  frá því að tekið er á móti hráefninu og til vöruafhendingar. Innova hugbúnaðurinn getur verið  allt í senn, upplýsinga-, pöntunar-, stýri- og samhæfingarhugbúnaður sem gerir alla vinnslu skilvirkari auk þess sem rekjanleiki er tryggður jafnt í stórum sem litlum framleiðslufyrirtækjum.