þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markaðsátak fyrir norskan fisk í Bretlandi

21. mars 2011 kl. 13:43

Lax

Bretar eru í sjötta sæti yfir helstu þjóðir sem kaupa sjávarafurðir af Norðmönnum

Útflutningsráð sjávarafurða í Noregi er að undirbúa mikið markaðsátak fyrir norskar sjávarafurðir í Bretlandi.

Norskir markaðsmenn lýstu því yfir á ráðstefnu í Grimsby nýlega að þeir fengið sérstaka fjárveitingu til að herja á Bretlandsmarkað.

Bretland kaupir sjávarafurðir fyrir um 250 milljónir punda (46,5 milljarða ISK) frá Noregi á ári og er í sjötta sæti yfir þau lönd sem kaupa mest af norskum fiski. Rússland og Frakkland eru í fyrsta og öðru sæti.

Í tonnum talið skiptist útflutningur frá Noregi til Bretlands nokkuð jafnt á milli eldislax og hvítfisks. Í verðmætum talið hefur laxinn vinninginn vegna þess að verð á honum hækkaði um 26% á árinu 2010.

Norðmenn eru mjög markvissir í markaðssókn sinni og beina spjótum sínum jafnt að neytendum sem smásölum. ,,Markmið okkar er að neytendur hugsi um Noreg í hvert sinn sem þeir kaupa fisk,“ segja þeir.