fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markaðsmenn sýna grænlenskum makríl áhuga

9. desember 2013 kl. 16:06

Makríll (Mynd: Kristján Kristinsson)

Um 55 þúsund tonn af makríl veiddust í grænlensku lögsögunni í ár og kvóti næsta árs verður 60 þúsund tonn.

Á vefnum undercurrnentnews.com er fjallað um stöðuna á markaði fyrir makrílafurðir sérstaklega með hliðsjón af veiðum Grænlendinga en þeir hafa nú blandað sér í makrílveiðar af fullum krafti. 

Markaðsmenn fylgjast nú grannt með áformum Grænlendinga varðandi veiðar á makríl á næsta ári. Á þessu ári veiddust um 55 þúsund tonn af makríl í grænlensku lögsögunni á tiltölulega stuttum tíma. Veiðarnar hafa tífaldast frá síðasta ári. 

Í ár var gefinn út 70 þúsund tonna makrílkvóti til tilraunaveiða við Grænland. Kvótinn á næsta ári verður 60 þúsund tonn og er áfram um tilraunaveiðar að ræða. 

Markaðsmenn telja að áhugi kaupenda sé að færast meir og meir frá Skotlandi og Noregi yfir til Færeyja, Íslands og Grænlands.

Grænlendingar hafa einnig gefið út 15 þúsund tonna kvóta til tilraunaveiða á síld á árinu 2014. Síldarkvótinn í ár var 10 þúsund tonn. Sjá nánar hér