sunnudagur, 17. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Måsøval eignast Fiskeldi Austfjarða

23. nóvember 2020 kl. 12:30

Laxeldi í Reyðarfirði á vegum Laxa Fiskeldis. MYND/Þorgeir Baldursson

Norska fyrirtækið verður þá með meirihlutaeigu í tveimur af stærstu laxeldisfyrirtækjum landsins.

Norska fjárfestingafélagið Måsøval Eiendom AS eignast meirihluta í Ice Fish Farms AS, sem er eignarhaldsfélag Fiskeldis Austfjarða hf. 

Fyrirtækið greinir í tilkynningu frá því að það hafi gert samning um kaup á 55,6% eignarhlut af Midt-Norsk Havbruk AS. Jafnframt selur fyrirtækið allt hlutafé sitt í Norway Royal Salmon ASA.

Í tilkynningunni kemur fram að Fiskeldi Austfjarða hafi leyfi til starfsleyfi fyrir 20.800 tonnum og hafi sótt um 16.800 tonn til viðbótar.

Laxar Fiskeldi ehf. er einnig í meirihlutaeigu Måsøval, en bæði þessi fyrirtæki eru með umfangsmikið eldi á Austurlandi. 

Fiskeldi hefur aukist mjög á Austfjörðum síðustu misserin, fór úr 3.700 tonnum árið 2019 upp í 9.700 tonn á árinu 2019 og er enn í hröðum vexti.