laugardagur, 25. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meðalmakrílverð til norskra sjómanna 125 kr.

4. október 2017 kl. 12:33

Makrílveiðar á Smaragd

46.200 tonnum landað í Noregi í síðustu viku

Verð á makríl sem veiddur er í snurvoð til sjómanna í Noregi er að meðaltali 125 krónur á kílóið á þessu ári. Til samanburðar má geta að handfærabátar á Íslandi voru að fá 40-50 krónur fyrir kílóið í sumar. Vertíðin hefur gengið vel hjá Norðmönnum og hafa þeir veitt 126.000 tonn af tæplega 245.000 tonna sem þeir úthlutuðu sjálfum sér á árinu.  

Síðustu vikuna í september var landað 46.200 tonnum af makríl í Noregi sem er það mesta á einni viku. 37.100 tonn voru veidd í snurvoð en verr hefur gengið hjá togaraflotanum sem landaði ekki nema 250 tonnum samtals í 39. viku.

Makríll er nú á hraðleið suður með Noregi og stefnir í Norðursjóinn. Fiskurinn sem Norðmenn hafa verið að veiða er á bilinu 376 til 498 grömm og meðalvigtin 448 grömm sem er um 50 grömmum meira en meðalvigtin á sama tíma í fyrra.