föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meðalverðið á Íslandsloðnu tæpar 62 krónur á kíló

18. febrúar 2016 kl. 12:00

Norski loðnubáturinn Endre Dyroy landar á Fáskrúðsfirði. (Mynd: Óðinn Magnason)

Norsk loðnuskip hafa landað rúmum fjórðungi afla síns í íslenskum höfnum

Norsk skip hafa veitt um 44 þúsund tonn af loðnu við Ísland af rúmlega 58 þúsund tonna kvóta. Rúmum fjórðungi aflans hefur verið landað á Íslandi.

Norska síldarsamlagið heldur utan um ráðstöfun og sölu Íslandsloðnunnar. Nú þegar hafa verið skráð 25.311 tonn af loðnu í sölukerfi samlagsins. Um er að ræða landanir bæði í Noregi og á Íslandi. Öllum aflanum hefur verið landað til manneldisvinnslu. Aflaverðmætið er rúmar 105 þúsund krónur norskar, eða tæpir 1,6 milljarðar íslenskir. Meðalverðið er 4,15 krónur norskar á kílóið eða 61,59 íslenskar.

Ekki liggur fyrir nákvæm skipting milli þess hvað greitt er fyrir loðnuna í Noregi annars vegar og á Íslandi hins vegar í ár. Samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá norska síldarsamlagin er verðið eitthvað hærra í Noregi en á Íslandi. 

Sjá nánar frétt í nýjustu Fiskifréttum.