laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Megn óánægja með veiðiráðgjöf Hafró

12. júní 2008 kl. 07:30

Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi bregðast hart við

Óhætt er að segja að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir næsta fiskveiðiár, sem kynnt var í síðustu viku, hafi almennt fallið í grýttan jarðveg hjá útvegsmönnum og sjómönnum.

Auk þess sem þorskkvótaskerðingin gildir áfram er nú lagt til að aflaheimildir í öðrum helstu nytjastofnum verði einnig skornar verulega niður. Ráðlögð skerðing frá núverandi kvóta nemur 25.000 tonnum í ufsa, 17.000 tonnum í ýsu, 17.000 tonnum í karfa og 10.000 tonnum í grálúðu.

Þeir útvegsmenn sem birt eru viðtöl við í Fiskifréttum í dag eru á einu máli um að mat fiskifræðinga á ástandi fiskistofnanna sé ekki í neinu samræmi við aflabrögðin og forsendur skorti fyrir svona miklum niðurskurði. Einnig kemur fram sú skoðun að Hafrannsóknastofnun hafi gengið á lagið vegna þess hve mikið tillit hafi verið tekið til ráðgjafar hennar um þorskinn í fyrra og nú vilji hún snúa sér að niðurskurði á öðrum tegundum. 

________________

Nánar er fjallað um málið í fiskifréttum í dag