fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meira en fjórðungur rækjukvótans óveiddur

6. ágúst 2015 kl. 09:00

Rækja

Slök afkoma af veiðunum meginskýringin.

Nú þegar rúmar þrjár vikur eru eftir af kvótaárinu á enn eftir að veiða 1.400 tonn af 5.000 tonna úthafsrækjukvóta, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. 

Þá vantar enn töluvert upp á að rækjukvótinn við Snæfellsnes, sem áður flokkaðist með úthafsrækju, sé veiddur. Af 837 tonna kvóta þar eru 339 tonn óveidd. 

Skýringin á þessu er talin vera slök aflabrögð og lítill kvóti sem gerir það að verkum að mörgum þykir ekki taka því að útbúa sig á veiðarnar. 

Sjá nánar í Fiskifréttum.