fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meira gengið á krókaaflamarkið en í fyrra

20. júní 2012 kl. 16:46

Smábátar í höfn á Austurlandi.

Ýsuaflinn orðinn 1.384 tonnum meiri en úthlutað krókaaflamark í þeirra tegund.

Krókaaflamarksbátar hafa nýtt 82% af heildaraflaheimildum sínum á fyrstu þremur ársfjórðungum fiskveiðiársins reiknað í þorskígildum samanborið við 75,6% í fyrra. Sé litið til þorskaflans hjá þeim þá var hann um 19.500 tonn í lok maí sem er um 19,6% aukning frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. 

Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er nú um 400 tonnum meiri en á síðasta fiskveiðiári og er hann kominn 1.384 tonn fram úr krókaaflamarki fiskveiðiársins. 

Aflamarksskip höfðu í lok maí nýtt tæp 85% af aflaheimildum sínum reiknað í þorskígildum á þessu fiskveiðiári en á fyrra ári nam þetta hlutfall 83%.