þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meira unnið til manneldis

1. mars 2012 kl. 09:00

Ætla má að framleidd hafi verið um 42 til 43 þúsund tonn á vertíðinni

 

Vinnsla á loðnu til manneldis hefur gengið vel þrátt fyrir tvísýna stöðu á mörkuðum í upphafi vertíðar. Heldur meira hefur verið fryst en á síðustu vertíð. Áhersla hefur verið lögð á frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu en einnig hefur ræst úr Japansmarkaði.

Engar tölur liggja fyrir um hve mikið magn hefur verið fryst en ætla má að framleidd hafi verið um 42 til 43 þúsund tonn af frystri loðnu, þar af um 11 þúsund tonn sjófryst.. Frysting stendur enn yfir hjá nokkrum fyrirtækjum. Stærstu framleiðendurnir eru Síldarvinnslan, Skinney-Þinganes og HB Grandi.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.