þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mestum smábátaafla landað í Sandgerði

14. febrúar 2011 kl. 14:46

Smábátar (Mynd/ GE)

Bolungarvík er í öðru sæti og Rif í því þriðja

Mestum smábátaafla hefur verið landað í Sandgerði það sem af er árinu 2011 eða 795 tonnum. Í öðru sæti er Bolungarvík með 553 tonn og Rif er í þriðja sæti með 511 tonn.

Þessar upplýsingar koma fram á vefnum www.aflafrettir.com. Þar eru birtar reglulega upplýsingar um aflahæstu báta eftir veiðum og útgerðarflokkum og í ár birtist nýr listi um landaðan afla smábáta eftir bæjarfélögum.

Í tíu efstu sætunum, fyrir utan þau bæjarfélög sem nefnd hafa verið, eru: (4) Ólafsvík með 469 tonn (5) Arnarstapi með 408 tonn (6) Grindavík með 244 tonn (7) Stykkishólmur með 216 tonn (8) Akranes með 188 tonn (9) Suðureyri með 146 tonn (10) Siglufjörður með 139 tonn.