mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Met á fiskmörkuðunum í september

8. október 2009 kl. 14:13

Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum  í september var 237 krónur sem er hæsta meðalverð í einum mánuði frá upphafi markaðanna. Hækkunin frá september í fyrra nam 33% en þá var meðalverðið 178 kr/kg.

Verðmæti septembersölunnar nú nam 2.156 milljónum króna eða tæplega 61% meira en í sama mánuði í fyrra. Aðeins einu sinni áður hefur söluverðmæti á mörkuðunum farið yfir 2 milljarða í einum mánuði en það var í mars árið 2007 þegar selt var fyrir 2.228 milljónir króna.

Í september sl. voru seld 9.096 tonn sem er langmesta magn sem selt hefur verið í gegnum fiskmarkaðina í þeim mánuði og 21% meira en í september í fyrra.

Sjá nánar á vefsíðu Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR