miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Met slegið í útflutningi norskra sjávarafurða í október

6. nóvember 2013 kl. 11:56

Norskur lax.

Fluttar voru út sjávarafurðir sem samsvara tæpum 150 milljörðum ISK

Norðmenn slógu met í útflutningi sjávarafurða í október. Útflutningurinn nam 7,3 milljörðum króna (tæpum 150 milljörðum ISK) sem er 32% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei fyrr hafa norskar sjávarafurðir skilað jafnmiklum verðmætum í einum mánuði.

Það sem af er árinu hafa Norðmenn flutt út sjávarafurðir fyrir 48,4 milljarða (987 milljarða ISK) sem er 15% aukning.

Mikil eftirspurn er eftir norskum laxi í heiminu sem leitt hefur til verðhækkunar. Þá var óvenjumikið flutt út af makríl frá Noregi til Asíu. Þetta tvennt skýrir aukninguna í október.

Í október fluttu Norðmenn út lax fyrir 4,2 milljarða (85 milljarða ISK) sem er 60% meira en í október í fyrra. Útflutningur á makríl nam 1,2 milljörðum, síldin gaf 312 milljarða, þurrkaður saltfiskur 346 milljarða og ferskar þorskafurðir 38 milljónir.