þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metaflaverðmæti danska fiskiskipaflotans

12. júní 2012 kl. 12:45

Sjávarútvegur í Danmörk

Fiskuðu fyrir jafnvirði 70 milljarða íslenskra króna

Aflaverðmæti danska fiskiskipaflotans nam um 70 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári sem er 7% aukning frá fyrra ári. Til samanburðar má geta þess að íslenski flotinn fiskarði fyrir 153 milljarða í fyrra. 

Fréttirnar um aukið aflaverðmæti hafa aukið bjartsýni forráðamanna í dönskum sjávarútvegi þrátt fyrir óvissu um úthlutun veiðikvóta og ýmis önnur málefni sem snerta danska sjávarútveg. Ástæðan fyrir hækkuninni er sögð vera hækkun á verði hvítfisks. Á sama tíma og aflaverðmæti hefur aukist  hefur skipum sem sækja sjó fækkað um 17%. 

Í danska flotanum eru um 700 togskip, um 2.000 netabátar og allmargir dragnótabátar. 

Danir eru meðlimir í Evrópusambandinu og því háðir stefnu þess og ákvörðunum um hvað þeir mega veiða.