þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metafli í laxveiðum í Alaska

14. október 2013 kl. 14:00

Laxveiðar í nót við Alaskastrendur.

Vertíðin skilaði jafnvirði 84 milljarða íslenskra króna.

Atvinnuveiðum á laxi í Alaska er nýlokið og veiddust 272 milljónir fiska sem er nýtt met. Fyrra metið, 222 milljónir fiska, var sett árið 2005. 

Aukninguna nú má fyrst og fremst þakka aukinni gengd á bleiklaxi (pink salmon) en af honum veiddust 219 milljónir fiska. 

Heildarverðmæti laxavertíðarinnar að þessu sinni nam jafnvirði 84 milljarða íslenskra króna og þarf að fara aftur til ársins 1988 til þess að finna hærri tölu. 

Til samanburðar má geta þess að útflutningsverðmæti þorskafurða frá Íslandi á síðasta ári nam 82 milljörðum króna.