mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metár í tonnum en verðlækkun milli ára

10. janúar 2014 kl. 10:00

Þorskur í ís.

Í heild var salan á fiskmörkuðum tæp 110 þúsund tonn á síðasta ári og verðmætin námu rúmum 28 milljörðum króna

Árið 2013 var gott ár á fiskmörkuðum landsins enda besta söluár frá upphafi hvað magn varðar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Hins vegar lækkaði fiskverð þótt það hafi aðeins lyftst upp þegar líða tók á árið. Meðalverð allra tegunda lækkaði töluvert milli ára. Verð á þorski lækkaði um 13,5%.

Í heild var salan á fiskmörkuðum tæp 110 þúsund tonn á síðasta ári og verðmætin námu rúmum 28 milljörðum króna, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Reiknistofu fiskmarkaða. Hér er um aukningu að ræða í magni á milli ára en árið 2011 seldust rúm 102 þúsund tonn á fiskmörkuðunum. Hins vegar dróst salan saman í verðmætum talið en árið 2011 seldist fiskur fyrir 28,7 milljarða króna.

Aukning milli ára í tonnum talið er 7,5% en samdráttur í verðmætum er rétt um 2%.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.