sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metár í útflutningi sjávarafurða frá Alaska

23. apríl 2012 kl. 13:00

Alaskaufsi.

Kína helsta markaðslandið

Útflutningur á sjávarafurðum frá Alaska jókst umtalsvert á árinu 2011. Alls nam útflutningurinn 2,5 milljörðum dollara (318 milljörðum ISK) og voru sjávarafurðir rétt tæpur helmingur af útflutningi ríkisins.

Þessar upplýsingar koma fram á vefnum fis.com. Þar segir ennfremur að þennan árangur megi þakka því að markaðslöndum hefði fjölgað og fjölbreyttari afurðir séu í boði.

Í fyrsta sinn var Kína helsta markaðslandið fyrir sjávarafurðir frá Alaska og tók við því hlutverki af Japan.