fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Metútflutningur Færeyja til Rússlands

21. ágúst 2015 kl. 13:06

Christian í Grótinum, eitt uppsjávarskipa Færeyinga.

Landbúnaðarráðherra Rússlands sagði fyrr í vikunni að fiskur frá Færeyjum kæmi í stað þess sem Rússar hefðu flutt inn frá Íslandi

Útlit er fyrir að fiskútflutningur Færeyinga til Rússlands slái öll met á þessu ári. Ástæðan er sú að þeir eru undanþegnir innflutningsbanni Rússa á matvæli frá ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu og fleirum.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er vitnað í danska dagblaðið Berlingske sem birti nýjar tölur sem benda til þess að útflutningsverðmætið verði talsvert meira en milljarður danskra króna sem jafngildir um tuttugu milljörðum íslenskra króna. Þetta er umtalsverð aukning og segir á vefsíðu færeyska ríkisútvarpsins að verðmætaaukning alls útflutnings hafi numið meira en fjórum milljörðum íslenskra króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það sé 13 prósenta aukning. Mestu skipti uppsjávarfiskur þar sem verðmætaaukning hafi verið 91 prósent. Landbúnaðarráðherra Rússlands, Aleksander Tkatjov, sagði fyrr í vikunni að fiskur frá Færeyjum kæmi í stað þess sem Rússar hefðu flutt inn frá Íslandi, sem nú væri komið á bannlistann.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun á vef RÚV.