sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið ber í milli í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna

26. ágúst 2008 kl. 10:23

Róðurinn er þungur í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna.

„Það ber mikið í milli,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Kjarasamningar runnu út 1. júní síðastliðinn og um miðjan ágúst urðu deilendur ásáttir um að vísa málinu til ríkissáttasemjara.

Sævar segir að útvegsmenn geri kröfur um að þátttaka sjómanna í olíukostnaði útgerða verði aukin. Við það vilji sjómenn ekki una enda sé umrædd þátttaka þegar umtalsverð.

Næsti fundur deilenda hjá sáttasemjara verður um miðja næstu viku.