föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið mælist af loðnu, þorski og ýsu í Barentshafi

10. september 2009 kl. 14:29

Mikið hefur mælst af  loðnu, þorski og ýsu í Barentshafinu í rannsóknum norsku hafrannsóknastofnunarinnar, sem hófust snemma í ágúst og standa yfir þar til í októberlok. Þá er útkoma seiðamælinga athyglisverð, m.a. hvað síld áhrærir

Loðna fannst í verulegu magni, m.a. skammt undan Svalbarða, en var annars dreifð um stórt svæði. Þá fannst einnig mikið af þorski víða á togslóð rannsóknaskipanna, einkum í NA-hluta Barentshafsins. Ýsan fannst aðallega skammt undan strandlengjunni en einnig norður af Bjarnarey.

Í rannsóknunum mældist ennfremur umtalsvert magn síldar-, ýsu- og þorskseiða. Vöxtur þeirra er að mestu í samræmi við það sem vænst hafði verið en loðnuseiðin eru þó smærri en undanfarin ár. Hægur vöxtur eins árs loðnu samhliða smærri seiðum bendir til ónógs fæðuframboðs fyrir loðnuna.

Þetta kemur fram á vefsíðu LÍÚ og er vitnað í frétt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.