miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Of mikið af villtum þorski!

9. ágúst 2011 kl. 10:16

Þorskur

Egersund Aqva í Noregi hættir við þorskeldi

Forsvarsmenn Egersund Aqua í Noregi segja að það sé of mikill þorskur í hafinu til þess að það borgi sig að stunda þorskeldi, að því er fram kemur á vef IntraFish

Egersund Aqua hefur í mörg undanfarin ár unnið að þorskeldi í landeldisstöð. Nú hefur verið hætt við þau áform. Haft er eftir talsmanni þorskeldisstöðva í Noregi að markaðsverð á eldisþorski standi ekki undir framleiðslukostnaði við eldið. Fjármálakreppan og stækkandi þorskstofnar hamli þorskeldi.