

Haraldur Guðjónsson
Strandveiðar.
Strandveiðar standa nú sem hæst og er því verulegt annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Klukkan 11:00 í morgun voru er mest lét, alls 840 bátar á sjó enda veðurblíða á miðunum. Þetta kmeur frram á vef Landhelgisgæslunnar.
Hlutverk stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar er að fylgjast með bátunum en þeir tilkynna sig inn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við brottför. Hverfi bátar úr ferilvöktun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar setja starfsmenn þar ferli í gang til að hafa upp á viðkomandi og þá hefja leit í framhaldinu.