þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið traust borið til Hafró

18. september 2015 kl. 14:37

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson (Mynd: Einar Ásgeirsson).

56,6% fannst stofnuninni takast vel að miðla upplýsingum til almennings

Mikið traust er borið til Hafrannsóknastofnunar samkvæmt nýlegri könnun sem Gallup gerði á viðhorfi þjóðarinnar til stofnunarinnar.

Netkönnun var gerð fyrri hluta júlímánaðar og náði til 1450 manna tilviljunarúrtaks af öllu landinu. Svarhlutfall var 56,1%. Hafrannsóknastofnun hefur áður látið gera svipaðar kannanir, síðast árið 2012.

Helstu niðurstöður voru þær að 80% þeirra sem afstöðu tóku voru jákvæðir gagnvart Hafrannsóknastofnun. Af þeim sem afstöðu tóku töldu 84% fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar áreiðanlega og 56,6% fannst stofnuninni takast vel að miðla upplýsingum til almennings.