föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikið um loðnu austur af Íslandi

5. febrúar 2016 kl. 08:49

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Norska skipið Liafjord fékk 900 tonn í tveimur köstum

Norsku loðnuskipin fundu mikið magn af loðnu austur af Íslandi í gærkvöldi áður en óveðrið skall á, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins. Skipið Liafjord fékk til dæmis 900 tonn í tveimur köstum og er nú á leið til  Noregs með aflann.

Sex skip fengu afla í gærkvöldi um 45 til 50 mílur austur af Seyðisfirði. Áður höfuð nokkur skip veitt loðnu norður af landinu. Alls hafa norsku skipin tilkynnt um 3.400 tonna loðnuafla við Ísland. Um 43 stykki voru í kílóinu fyrir austan en loðnan var aðeins smærri fyrir norðan, eða um 47 stykki í kílóinu.

Eftirspurn eftir loðnu til manneldis er mikil bæði frá norskum og íslenskum kaupendum, segir á vef norska síldarsamlagsins.