sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikil gróska í fiskirannsóknum

6. ágúst 2008 kl. 21:00

AVS vítamínsprauta fyrir fiskirannsóknir

Fiskirannsóknir hafa gengið vel undanfarið og mikil gróska er í greininni. „Unnið hefur verið að því að bæta vinnsluferli aflategunda og hvernig hægt er að bæta kælingu og útflutning á fiski,” segir Sigurjón Arason, verkefnastjóri hjá Matís og dósent við Háskóla Íslands. Sigurjón segir mikilvægt að vera sífelt vaknadi fyrir því og skoða hvernig best sé að standast kröfur markaðarins.

Aukið fé til rannsókna

Sigurjón þakkar rannsóknarsjóði AVS þann mikla uppgang sem verið hefur í rannsóknum í fiskiðnaði undanfarið en sjóðurinn hefur gert það að verkum að auðveldara er að nálgast fé til rannsókna. “AVS-sjóðurinn hefur komið inn sem vítamínsprauta fyrir greinina síðan hann var stofnaður fyrir fjórum árum. Sjóðurinn hefur einnig verið ötull bakhjarl nemenda í fiskirannsóknum. Hvort sem það er á sviði líffræði, matvælafræði eða verkfræði, svo dæmi séu tekin, og það hefur aldrei hafi verið jafnmikið um að vera í greininni og núna. Efling háskólastarfs á landinu öllu á einnig stóran þátt í auknum rannsóknum. Auk rannsókna við Háskóla Íslands hafa Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum komið sterkir inn en á Hólum hefur sjónum aðallega verið beint að fiskeldinu,“ segir Sigurjón.

Mótvægi við rýrnun kvóta

Á heimasíðu AVS, rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi, má sjá allan þann fjölda verkefna sem unnið er að á árinu. Þar segir meðal annars: „Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.“ Flest miðist að því að auka verðmæti. Einnig sé unnið að rannsóknum á fiskeldi. Sigurjón Arason segir aukið aflaverðmæti vera eitt helsta mótvægið við rýrnun kvóta.   

______________________________________

Þessi frétt birtist í blaðinu Fiskifréttir sem fylgir með Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00 í kvöld. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.