mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill áhugi á laxeldi í sjó

25. ágúst 2011 kl. 10:21

Lax

Tvö ný fyrirtæki með umsókn um leyfi fyrir eldi á alls 9 þúsund tonnum af laxi

Mikill áhugi er á laxeldi í sjókvíum hér við land. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki eru langt komin í umsóknarferlinu um leyfi til laxeldis í sjó, annað fyrir vestan og hitt fyrir austan. Alls er um að ræða umsóknir um leyfi til eldis á 9 þúsund tonnum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Laxeldi i sjó hér við land hefur átt erfitt uppdráttar og lá það niðri um nokkurra ára skeið þar til Fjarðalax, sem verður með eldi í þremur fjörðum á Vestfjörðum, reið á vaðið í fyrra með því að setja út seiði í sjókvíar í Tálknafirði.  

Fleiri fyrirtæki hafa áhuga á því að fylgja í kjölfarið og hefja sjókvíaeldi á laxi. Tvö þeirra eru langt komin í undirbúningi þótt enn séu ekki öll leyfi komin. Hér eru um að ræða Laxa fiskeldi ehf., sem hefur sótt um leyfi til eldi á 6 þúsund tonnum af laxi í Reyðarfirði, og Arnarlax ehf. sem hefur sótt um leyfi fyrir eldi á 3 þúsund tonnum í Arnarfirði.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.