fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill hagur af innflutningi hráefnis

18. nóvember 2013 kl. 12:00

Þorskur í ís.

Skilaði 2,5 milljörðum króna í framlegð árið 2012

„Reikna má með að innflutt hráefni og landanir erlendra skipa til fiskvinnslu í landinu hafi skilað um 9,6 milljörðum króna í útflutningstekjur á síðasta ári. Innflutningsverðmæti námu 7,1 milljarði króna og er verðmætisaukning því 2,5 milljarðar,“ segir Kristján Hjaltason sölustjóri hjá Ocean Trawlers Europe í grein sem hann ritar í nýjustu Fiskifréttir. 

Kristján bendir á að þetta hráefni sé viðbót við þann afla sem kemur frá íslenskum skipum og úr eldi. Þannig aukist nýting framleiðslutækja því framboð hráefnis er stöðugra. 

Kristján nefnir að mikilvægustu innfluttu tegundirnar á síðustu árum hafi verið rækja og loðna  en fleiri tegundir komi til greina. Hann minnir á að þorskafli úr Barentshafi hafi aukist mikið. 

„Í heild voru í fyrra fryst yfir 300.000 tonn af hausuðum og slægðum þorski (m.v. veiðiþyngd), mest hjá Rússum og Norðmönnum, og Norðmenn flytja út í ár yfir 60.000 tonn af ferskum, óunnum þorski. Það er því eftir miklu að slægjast að flytja inn eitthvað af þessu magni til landsins, hvort sem það er ferskt eða fryst,“ segir Kristján. 

Sjá nánar grein Kristjáns í Fiskifréttum.