miðvikudagur, 22. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Miklar breytingar á göngum síldar og makríls

27. júlí 2009 kl. 11:58

gæti haft afleiðingar fyrir fiskveiðar Norðmanna

,,Eitt er alveg víst. Við sjáum greinilegar breytingar á göngumynstri og útbreiðslu stórra stofna eins og norsk-íslenskrar síldar og makríls á ætistímanum vestur yfir hafið [til Íslands]. Það gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir fiskveiðar Norðmanna.”

Þetta segir Leif Nöttestad fiskifræðingur og leiðangursstjóri á norska skipinu Libas sem var eitt fjögurra rannsóknaskipa sem tóku þátt í umfangsmiklum rannsóknaleiðangri í hafinu milli Íslands og Noregs fyrr í sumar, en þar var ástand og útbreiðsla uppsjávarstofnanna kannað.

Leif Nöttestad segir í samtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren að makríll og norsk-íslensk síld hafi fundist í miklum mæli norðan Íslands, sem gæti þýtt að síldveiðarnar gætu færst ennþá lengra vestur á bóginn en áður.