sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Milli 300 og 400 bátar á sjó

3. apríl 2012 kl. 11:36

Þorskurinn fær töluverðan frið til að hrygna í aprílmánuði.

Páskastoppið hófst 1. apríl en verður útvíkkað 12. apríl

Þótt páskastoppið svokallaða, friðun hrygningarþorsks og skarkola, hafi byrjað síðastliðinn sunnudag, 1. apríl, eru á milli 300 og 400 skip og bátar á sjó í dag, samkvæmt þeim upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Ástæðan er sú að friðunin nær á fyrsta stigi aðeins til Breiðafjarðar, svæða innarlega í Faxaflóa og ákveðinna svæða grunnt úti af suðurströndinni. Hinn 12. apríl verður friðunarsvæðið svo útvíkkað.

Á vef Fiskstofu má sjá á kortum nákvæmar upplýsingar um friðunarsvæði og friðunartíma.