mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Milljarða fjárfesting í laxafóðri í Noregi

27. maí 2014 kl. 15:33

Lax

BioMar fjárfestir fyrir 7,8 milljarða ISK í nýrri framleiðslulínu

Danska fyrirtækið BioMar hefur tilkynnt að það muni fjárfesta fyrir 50 milljónir evra (7,8 milljarða ISK) í nýrri framleiðslulínu sem eykur framleiðslugetu félagsins á fiskfóðri í Noregi um 30%. Frá þessu er greint í frétt á vefnum SeafoodSource.

BioMar mun samkvæmt þessu auka framleiðslu sína í Noregi um 140 þúsund tonn af fóðri fyrir eldisfisk en fyrir nemur framleiðslan þar um 430 þúsund tonnum. 

BioMar er þriðji stærsti framleiðandi á laxafóðri í heiminum og árleg velta fyrirtækisins er 1,2 milljarðar evra (um 185 milljarðar ISK). Markaðurinn í Noregi fyrir fóður er alls um 1,7 milljónir tonna og markaðshlutdeild BioMar er ríflega 8%.Talsmenn BioMar skýra þessa fjárfestingu með því að laxeldi í Noregi sé í fremstu röð í heiminum og því sé afar mikilvægt fyrir félagið að hafa sterka stöðu á þessum þróaða markaði. 

Velta fiskeldis í heiminum er í kringum 50 milljarða evrur (um 7.700 milljarða ISK) og vex um 5 til 7% á ári. Eftirspurn eftir fóðri fyrir eldisfiskinn fer því vaxandi.