þriðjudagur, 22. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minna flutt út af óunnum ísfiski

13. september 2011 kl. 09:05

Þriðja árið í röð sem þessi útflutningur dregst saman

Á nýliðnu fiskveiðiári voru flutt út um 27.000 tonn af óunnum ísuðum fiski á erlenda markaði, samtals að verðmæti 10 milljarðar króna. Þetta er þriðja árið í röð sem útflutningur á óunnum fiski dregst saman á milli fiskveiðiára. Til samanburðar voru flutt út 39.000 tonn á fiskveiðiárinu 2009/10 að verðmæti 13,4 milljarðar.

Af einstökum tegundum var mest flutt út af gullkarfa á síðasta fiskveiðiári eða 6.244 tonn, útflutningur á ýsu nam 6.070 tonnum og útflutningur á óunnum ísuðum þorski nam 3.552 tonnum.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.