fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smærri fiskmarkaðir gætu lagst af

24. júní 2011 kl. 09:59

Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands. (Mynd: Alfons Finnsson).

Framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands óttast slæm áhrif af breyttri fiskveiðistjórnun

Áformaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni munu leiða til þess að framboð á fiskmörkuðum dregst saman og litlir markaðir leggist hugsanlega af, að mati Páls Ingólfssonar framkvæmdastjóra Fiskamarkaðar Íslands.

Páll segir í viðtali við Fiskifréttir að fiskveiðifrumvörp sjávarútvegsráðherra stuðli að því að aflaheimildir verði í stórauknum mæli fastbundnar við byggðir. ,,Með því er stuðlað að því að fiskur fari út af fiskmarkaði og í auknum mæli yfir í bein viðskipti. Í því felist hætta á að fiskmarkaðir í minni sjávarþorpum leggist hreinlega af.“

Sjá nánar viðtal við Pál í Fiskifréttum.