mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Misjafn gangur í strandveiðum

11. júlí 2011 kl. 09:02

Smábátar

Búið að veiða helming strandveiðiheimilda

Það sem af er júlí er ljóst að nokkuð misjafn gangur hefur verið hjá veiðum standveiðibáta. Trekt hefur verið á svæði D en jöfn veiði á hvern róður á öðrum svæðum, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Alls hafa 638 bátar hafið veiðar og er búið að veiða rúman helming af þeim 8.500 tonnum sem ætlað er til strandveiða í sumar.

Þegar staðan var tekin að loknum sl. fimmtudegi hafði veiðin í júlí skilað 1.011 tonnum og höfðu bátar á svæði A veitt rúman helming þess afla, eða 539 tonn. Á svæði B höfðu veiðst 194 tonn á svæði C 186 tonn og ekki nema 92 tonn á svæði D.