sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mistúlkun gagna og ókunnugleiki

4. júní 2009 kl. 13:03

segir fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnunar um nýútkomna þorskrannsókn

Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun véfengir niðurstöður þorskrannsókna Einars Árnasonar prófessors og fleiri um að yfirvofandi brestur sé í þorskstofninum á grunnslóð.

Óhætt er að segja að niðurstöður rannsókna um þorskstofninn, sem Einar Árnason prófessor í þróunar- og stofnerfðafræði við Háskóla Íslands stjórnaði hafi vakið mikla athygli og jafnvel ugg. Þar var sagt að sú arfgerð þorskstofnsins sem héldi sig á grunnsævi myndi smám saman hverfa á næstu árum vegna of mikils veiðiálags. Hafrannsóknastofnun er ekki sammála þessum niðurstöðum. 

Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur og sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun segir í nýjustu Fiskifréttum að mistúlkun gagna og ókunnugleiki valdi því að ástæða sé til að vefengja niðurstöðurnar.

Björn Ævarr bendir á að það sé mistúlkun á gögnum þegar höfundar segi að sókn í þorsk sé mest á grunnslóð almennt og vitni til greiningar Guðrúnar Marteinsdóttur og Gavin Begg frá árinu 2003. Björn segir að sú greining gefi ekki tilefni til slíkrar ályktunar.  

Þá vitni skýrsluhöfundar í það að sókn hafi aukist á grunnslóð á línu- og handfærum um og eftir árið 2000. Vegna ókunnugleika á afladagbókum  átti skýrsluhöfundar sig ekki á því að frá og með árinu 2000 hafi bátum undir 10 brúttórúmlestum verið gert skylt að skila afladagbókum. Afladagbækurnar endurspegli þá breytingu.

Sjá nánar viðtal við Björn Ævarr í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.