laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mjög alvarleg þróun

24. febrúar 2011 kl. 09:38

Togarar

Verð á gasolíu komið yfir 850 dollara á tonnið

Verð á gasolíu hefur hækkað hratt undanfarnar vikur og er nú komið í um 850 dollara á tonnið. Vísbendingar eru um enn frekari hækkanir, að því er Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, sagði í samtali við Fiskifréttir.

,,Undanfarin áratug hefur verið stígandi í hækkun á olíuverði. Verðið náði hæstu hæðum árið 2008 en þá var meðalverð tæpir 900 dollarar á tonnið yfir árið. Næsta ár lækkaði meðalverðið að vísu niður í 512 dollara, var á síðasta ári um 664 dollarar en hefur hækkað síðan,“ sagði Sveinn.

Sveinn gat þess að nýjustu fréttir hermdu að verð á olíufatið af hráolíu væri komið í yfir 100 dollara. Miðað við þær tölur mætti búast við hækkun á unnum olíuvörum í framhaldinu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.