fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mokafli við Kolbeinsey

8. júlí 2011 kl. 09:00

Um borð í Sólrúnu EA.

Smábáturinn Sólrún EA siglir 75 mílur á miðin

Krókaaflamarksbáturinn Sólrún EA frá Árskógsströnd gerði nokkra góða túra nýlega norður undir Kolbeinsey, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Siglingin á miðin er nokkuð löng, eða um 75 mílur.

Sem dæmi um aflabrögðin má nefna að einn róður gaf 7,5 tonn á 21 bala, rúm 10 tonn fengust í öðrum róðri á 24 bala og í þeim þriðja 11 tonnum á 32 bala. Þess má geta að í rúmlega 10 tonna róðrinum þá fengust um 433 kíló á balann að meðaltali.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.