þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Möskvastærð og fiskveiðistjórn

16. febrúar 2016 kl. 14:00

Varpa

Erindi í málstofu Hafrannsóknastofnunar.

Haraldur Einarsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun flytur erindi með ofangreindri yfirskrift næstkomandi fimmtudag, 18. febrúar, kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4 í Reykjavík. Á vef Hafró segir um málið: 

„Reglum um möskvastærð veiðarfæra er beitt til að minnka hlutfall af smáfiski í afla en veiðar á smáum ókynþroska fiski eru almennt taldar vinna gegn sjálfbærni veiða. Þegar landhelgi Íslands var stækkuð í 200 mílur árið 1975 var lágmark möskva sett við 135 mm og 155 mm eftir veiðisvæðum en áður hafði almennt verið notaður 120 mm möskvi í vörpupokum. Þessar breytingar eru taldar hafa skilað árangri en áætlað er að fiskveiðidauði á skilgreindu undirmáli hafi lækkað umtalsvert í kjölfar breytinganna.

Á málstofu verður farið lauslega yfir hvernig reglum um möskvastærð hefur verið beitt og hvernig þau mál hafa þróast. Farið verður yfir þau viðmiðunarmörk sem nú eru í gildi og hvað liggur að baki við setningu þeirra. Kjörhæfnimælingar á þorski verða kynntar og niðurstöðurnar notaðar til framreikninga á áhrifum mismunandi möskvastærða á lengdardreifingu í togararalli. Að lokum verður rætt um hvort niðurstöðurnar gefi tilefni til breytinga á núverandi reglugerðum um botnvörpu miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað í sjávarútvegi á undanförnum áratugum.“