mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mótmæla afnámi sjómannaafsláttar

13. janúar 2014 kl. 11:09

Skipstjórnarmaður í brúnni. (Mynd: Kristinn Benediktsson).

Skipstjórnarmenn segja að víðast annars staðar njóti sjómenn skattfríðinda.

Fjölmennur félagsfundur í Félagi skipstjórnarmanna haldinn að Grand Hótel 30. desember 2013 mótmælti harðlega niðurfellingu svokallaðs sjómannaafsláttar og skoraði á sitjandi stjórnvöld að „lagfæra þessa árás vinstri velferðarstjórnarinnar á sjómannastéttina strax,“ eins og segir í ályktun fundarsins.

Ennfremur segir í ályktuninni:

„Víðast hvar þar sem sjómennska er stunduð njóta sjómenn skattafríðinda vegna sérstöðu starfsins og sem dæmi má nefna að á öllum norðurlöndunum njóta sjómenn verulegra skattafríðinda eða frá u.þ.b. rúmri einni milljón og upp að rúmum þremur milljónum árlega.“