sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mótmæla stöðvun úthafsrækjuveiða

27. maí 2013 kl. 09:13

Rækja (Mynd af vef Ramma hf.)

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga telur ólíðandi að atvinnuöryggi félagsmanna sé háð illa ígrunduðum ákvörðunum stjórnvalda

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga telur ólíðandi að atvinnuöryggi félagsmanna sé háð illa ígrunduðum ákvörðunum stjórnvalda, eins og stöðvun úthafsrækjuveiða frá 1. júlí í sumar sé dæmi um, að því er fram kemur á ruv.is..

Í ályktun stjórnarinnar er bent á að 120 manns vinni við rækjuveiðar og rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Þar segir ennfremur að inngrip stjórnvalda í grunnatvinnuveg Vestfirðinga hafi í gegnum tíðina kippt fótunum undan heilu byggðarlögunum og valdið óbætanlegum skaða í sumum tilfellum.

Bæjarfulltrúar í Ísafjarðarbæ höfðu áður mótmælt ákvörðun stjórnvalda um stöðvun rækjuveiða og sent frá sér bókun þess efnis.

Í samatali við vefútgáfu Bæjarins besta, fréttablaðs á Vestfjörðum (bb.is), segir Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að ákvörðun ráðherra um að stöðva veiðar á úthafsrækju væri samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en stofnunin mælti með 5000 tonna aflamarki, segir ennfremur á www.bb.is og www.ruv.is