laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

MSC vottaður fiskur á Ólympíuleikunum

6. desember 2013 kl. 11:58

MSC merkið

14 milljónir máltíða verða framreiddar meðan á leikunum stendur.

Skipulagsnefnd fyrir Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra árið 2016  hefur tilkynnt samkomulag um að kynna sjávarafurðir vottaðar af MSC þegar afurðir eiga uppruna í veiðum á villtum fiski og ASC (Aquaculture Stewardship Council) þegar afurðir eiga uppruna í fiskeldi.  

Þetta þýðir að allar sjávarafurðir sem bornar verða fram á leikunum verða vottaðar samkvæmt stöðlum MSC eða ASC. Þetta gildir jafnt fyrir máltíðir fyrir íþróttamenn, stjórnendur, fréttamenn og veitingastaði á Ólympíusvæðinu.  

Áætlað er að um 14 milljónir máltíða verði framreiddar á þeim 27 dögum sem Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra standa yfir. Ólympíuleikarnir jafnvel taldir stærsta veisluþjónustuathöfn á friðartímum.