

Aðsend mynd
Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).
Norðmenn hafa nú veitt 82.000 tonn af loðnu í Barentshafi sem er 37% af 221.000 tonna kvóta sínum.
Loðnan hefur verið smærri en áður og er meðalverðið um fjórðungi lægra en í fyrra á uppboðsmarkaðinum eða 1,79 NOK (40 ISK) samanborið við 2,41 NOK á síðasta ári (54 ISK m.v. núver. gengi).
Loðnan sem veiðst hefur að undanförnu hefur verið 47-50 stykki í kílóinu sem er ekki sú stærð sem erlendir kaupendur sækjast eftir, segir á vef norska síldarsamlagsins. Þá hefur hrognaþroskinn sveiflast á milli 15 og 20 prósenta.
Meðalverð á uppboðunum í síðustu viku var 1,87 NOK (41,50 ISK) í manneldisvinnslu og 1,75 NOK (38,80 ISK) í bræðslu.