föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mun minni hrefnuveiði en í fyrra

4. október 2013 kl. 13:02

Alls veiddust 36 hrefnur í sumar samanborið við 52 í fyrra.

Hrefnuvertíðin í ár var slök miðað við fyrri ár. Aðeins veiddust 36 dýr samanborið við 52 í fyrra. Fara þarf átta ár aftur í tímann til þess að finna minni veiði. 

Gunnar Bergmann framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna gefur þá skýringu í samtali við Fiskifréttir að stórum hluta Faxaflóa hafi verið lokað fyrir hrefnuveiðum framan af sumri og því hafi hrefnuveiðimenn þurft að flytja sig norður fyrir land þar sem veður hafi verið óhagstætt. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.