mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Næstlakasta loðnuvertíðin að óbreyttu

31. janúar 2014 kl. 08:00

Loðna í lófa

Útflutningsverðmætið hrapar úr 33 milljörðum í 5-6, ef engin kvótaaukning verður.

Ef ekki verður aukið við útgefinn loðnukvóta verður afrakstur vertíðarinnar  í útflutningsverðmætum sá næstlakasti í áratugi mælt á núvirði. Af upphafskvótanum koma 85.000 tonn í hlut íslenskra skipa  og er talið að þau gefi 5-6 milljarða króna í útflutningsverðmæti.  Sú tala bliknar í samanburði við verðmæti útfluttra loðnuafurða á síðustu vertíð sem nam yfir 33 milljörðum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands en þá var afli íslenskra skipa 454.000 tonn.

Verðmæti loðnuafurða mælt á núvirði komst hæst í 45 milljarða króna árið 2007 og í 43 milljarða á árunum 1996-1998, en öll þessi ár fór loðnuafli Íslendinga yfir milljón tonn. Aðeins einu sinni voru voru verðmætin minni en nú stefnir í að óbreyttum kvóta.

 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.