sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Næstum 50 bátar á Arnarstapa

7. maí 2013 kl. 14:52

Smábátar í höfn á Arnarstapa. (Mynd: Alfons Finnsson.

Strandveiðibátum hefur gengið vel að ná í dagskammtinn.

 

Arnarstapi er vinsæl smábátahöfn, ekki síst þegar strandveiðar hefjast. Fjöldi strandveiðibáta er nú á Arnarstapa. Guðmundur Ívarsson hafnarvörður segir í samtali við Skessuhorn að í dag séu 47 bátar á sjó eða að landa á Arnarstapa. 

Guðmundur segir að aflabrögð hafi verið mjög góð þegar gefið hafi. Þeir bátar sem hafi kvóta hafa komið með allt að þrjú tonn að landi. Strandveiðiflotinn náði allur sínum dagsskammti í gær, að sögn Guðmundar.