mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nafnbirting skiptir sköpum

8. apríl 2020 kl. 15:34

Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands.

Rannsókn á áreiðanleika íshlutfalls í endurvigtun staðfestir svindl upp á milljarða.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt minnisblað Daða Más Kristóferssonar og Birgis Þórs Runólfssonar um áreiðanlega endurvigtunar og umfang frávika. 

„Það skiptir sköpum að birta nöfn fyrirtækja þegar kemur að endurvigtun og aukið eftirlit Fiskistofu með minni (samþættum) aðilum og áframhald á aðgerðum Fiskistofu er líklegt til að halda vandamálum tengdum áreiðanleika endurvigtunar og umfangi frávika í skefjum,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um niðurstöður rannsóknar þeirra.

„Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Daða Má og Birgi Þór, sem eru prófessor og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, að gera úttekt á endurvigtun á fiski með tilliti til þess hversu mikil frávik í ísprósentu kæmu í raun og veru fram við eftirlit Fiskistofu.“

Daði Már kynnti niðurstöðurnar á Þjóðarspegli, félagsvísindaráðstefnu í Háskóla Íslands, í byrjun nóvember: „Það eru sumir sem halda því fram að það sé töluvert umfangsmikið svindl í þessu, og við í sjálfu sér staðfestum að slíkt er til staðar,” sagði hann í spjalli við Fiskifréttir stuttu síðar.

„Fiskistofa réðist í aðgerðir 2016 til þess að draga úr umfangi frávika í endurvigtun,“ segir í minnisblaðinu. „Aðgerðirnar fólust í opinberri birtingu niðurstaðna endurvigtunar og yfirstöðu á heimasíðu Fiskistofu, fyrst nafnlaust en undir nafni frá 12. júlí 2016. Munur á íshlutföllum í endurvigtunum og yfirstöðu fyrir og eftir þessa breytingu reyndist vera samdráttur í frávikum upp á 0,8%“.

Skýrsluna má nálgast hér.