þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nánast ekkert að sjá af loðnu lengur

19. mars 2012 kl. 15:25

Hákon EA með loðnunótina á síðunni. (Mynd: Sölvi Breiðfjörð).

Sex bátar við Snæfellsnes og einhverjir fyrir sunnan Reykjaness.

,,Það hefur nánast ekkert fundist af loðnu og nú er komið leiðindaveður. Hér á svæðinu norðvestur úr Snæfellsnesinu eru sex loðnubátar. Tveir eða þrír þeirra köstuðu í morgun og fengu 20-30 tonn en síðan ekki söguna meir. Ég frétti af einum báti, Sigurði VE, sunnan við Reykjanesið í morgun. Hann fékk ekkert heldur og þar er komið leiðindaveður líka,“ sagði Björgvin Birgisson skipstjóri á Hákoni EA þegar Fiskifréttir ræddu við hann um þrjúleytið í dag.

Björgvin sagði að síðustu daga hefði  95% af veiddri loðnu verið hængur. Hrygnan væri lögst á botninn og búin að hrygna. Hákon EA frystir nú loðnukarlinn um borð fyrir markaði í Austur-Evrópu og líka fyrir sædýrasöfn á vegum Seaworld í Bandaríkjunum, auk þess að landa í bræðslu.