þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Netafisk – nei takk!

30. október 2013 kl. 09:25

Frá netaveiðum á þorski. (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Stórfyrirtækið Norway Seafoods hefur ekki áhuga á að taka á móti netafiski í vetur.

Norski sjávarútvegsrisinn Norway Seafoods, sem starfrækir fiskvinnslustöðvar víða í Noregi hefur tilkynnt að fyrirtækið hafi ekki áhuga á móti netafiski í vetur. 

Ástæðan er sögð sú að til þess að vera samkeppnisfær á kröfuhörðum markaði þurfi afurðirnar að vera unnar úr gæðahráefni. Á vissum tímabilum sé netafiskurinn ekki af boðlegum gæðum. 

Fiskeribladet/Fiskaren hefur eftir vinnslustjóra hjá Norway Seafoods að fyrirtækið vilji færa sig frá netafiski yfir í fisk veiddan á línu og handfæri í öllum móttökustöðvum fyrirtækisins og óskar eftir viðræðum við sjómenn á viðkomandi stöðum um málið.