miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Netarall boðið út

7. janúar 2016 kl. 11:17

Netarall á Þórsnesi SH 2015. (Mynd Einar Ásgeirsson)

Tilboð þarf að senda inn fyrir 22. janúar

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska eftir tilboðum í leigu á netabátum til að stunda netaveiðar í rannsóknarskyni vegna mælinga á hrygningarstofni þorsks vorið 2016.

Helstu markmið netarallsins eru að safna upplýsingum um aldurs- og lengdar- / þyngdasamsetningu hrygnandi þorsks, kynþroska, vöxt á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Netabátur sem boðinn er, verður að hafa gilt haffærniskírteini. Stærð netabátanna skal vera minnst 110 brúttó rúmlestir með yfirbyggt dekk. Á svæðinu fyrir norðurlandi skal stærð vera minnst 70 brúttórúmlestir og ekki er gerð krafa um yfirbyggt dekk

Allar frekari upplýsingar um útboðið veita Ríkiskaup, sími 530 1400 og má nálgast útboðsgögn áhttp://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20221.

Fyrirspurnafrestur er til 13. janúar og opnunartími tilboða er 22. janúar.