laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Netarallið: Þorskafli betri en í fyrra

30. apríl 2009 kl. 15:00

Árlegu netaralli Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir en Valur Bogason, verkefnisstjóri netrallsins, segir í samtali við Fiskifréttir að þorskaflinn hafi verið mun betri á flestum svæðum en árið áður.

Valur segir að aflabrögðin hafi minnt á rallið 2007 en þá aflaðist vel miðað við árin þar á undan.

,,Góð veiði var til dæmis á öllu svæðinu vestanlands og suður og austur um. Eina svæðið sem skar sig úr þar var kanturinn austur af Eyjum. Mun minna fékkst af þorski þar en síðustu ár. Fara verður aftur til áranna 2002 og 2003 til að finna jafnslakan árangur,“ segir Valur.

,,Í fyrra voru aflabrögð í Breiðafirði og reyndar einnig í Faxflóa lélegri en við bjuggumst við. Þá var stærsti straumur á meðan rallinu stóð og hafði hann líklega áhrif á veiðina. Núna fengum við mun betri afla en í fyrra og kom Breiðafjörðurinn best út af öllum svæðunum. Þar fengust um 180 tonn af þorski í 50 lögnum,“ segir Valur.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.