laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Neysla eldisafurða aldrei meiri

20. maí 2014 kl. 10:47

Fiskeldi í Hvíta-Rússlandi.

Tæpur helmingur sjávarafurða í heiminum kemur úr eldi.

Í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuð þjóðanna (FAO) kemur fram að neysla á fiski í heiminum hafi aldrei verið meiri og að tæpur helmingur þeirra sjávarafurða sem neytt sé komi úr eldi. Í frétt í breska blaðinu The Guardian segir að árið 2011 hafi veiðst um 80 milljón tonn að villtum fiski og að heimsframleiðsla í eldi hafi farið í 90 milljón tonn á sama tíma. Þar af voru um 24 milljónir tonn ræktað sjávarplöntur og þang.

Í skýrslunni segir að fiskeldi sé gríðarlega mikilvægur hlekkur í aukinn matvælaframleiðslu í heiminum þar sem mannkyninu fjölgi með hverju ári. Þar segir einnig að dregið hafi úr ofveiði og að nýting villtra stofna hneigist í átt að sjálfbærni. Talið er að í dag séu 71% villtra nytja stofna nýttir á sjálfbæran hátt. 

Bent er á nauðsyn þess að draga úr notkun á fiskimjöli í fiskeldi og leita annarra leiði til að fæða eldisfisk og bæta þannig nýtingu á mjöli. 

Meðalfiskneysla í heiminum á mann var 10 kíló árið 1960 en er var 19 kíló árið 2012 samkvæmt skýrslunni. Þar er einnig áætlað að heildarfjöldi skipa og báta, stórra og smára, í heiminum sem stundi fiskveiðar sé um 4,7 milljónir. 

Tíu tegundir villtra fiska standa undir 24%  af allri fiskneyslu í heiminum í dag, ansjósur við strendur Peru, alaskaufsi, túnfiskur og síld úr Atlantshafi eru þar atkvæðamestar.